Monday, October 11, 2010

Blog Vol. 2 - Hair Vol. 1

Hæhæ Gummi hér

Þar sem ég lofaði að blogga strax aftur þá ætla ég að henda í eitt stykki blogg núna. Ég vil bara byrja þá því að þakka fyrir móttökunar ég bjóst aldrei við svona mörgum heimsóknum strax, ég sem ætlaði að byrja á því að byggja litla brú en mér sýnist á endanum að ég þurfi að byggja eina stóra brú, brú sem tengist okkur öllum, en vonandi samt bara brú sem tengir mig við hitt kynið, ég er dolfallinn af hinu kyninu!


Eins og brúin mín


Sometimes, you like to let the hair do the talking! 

Allir strákar eiga að fylgja þessu, uppáhalds kvótið mitt!

Í dag ætla ég að tala um hár, ég er virkilega upptekinn af hárinu mínu og get ég ekki farið útúr húsi án þess að vera með dúið í lagi. Það fyrsta sem kemur auðvitað að hári er að nota réttu vörunar, því ég hata að sjá fólk sem hugsar ekki um hárið á sér! 

Hártíska breytist með okkur alveg eins og skór og föt breytast með tímanum, það segir líka helling um þig sem persónu hvernig hárið þitt er, ég meina ekki væri ég svona mikið kvennagull eins og ég er ef ég væri alltaf með skítugt hár og ekkert að hugsa um það, þá væri alltaf kalt tímabil. Hártískan er eitthvað sem allir strákar ættu að fylgjast með, verið á tánum, áður en þið ætlið að velja ykkur rétta dúið, veljið ykkur réttu vörunar..ég ætla að sýna ykkur bestu vörunar og réttu handtökin(ég er geggjað góður í öllum handtökum) með þessar vörur..Ég mun taka eina vöru á dag, þá lengist þetta og verður spennandi, svo strákar munið að hafa það bakvið eyrað, allt sem ég skrifa hér inná það fýlar Tobba, ef þið lítið út eins og Tobba myndi vilja það, þá eruði skooo að fara að detta í lukkupottinn!


Mousse(Froða)

Frábært sko fyrir allar týpur af dúi, hvort sem er að það sé blautt eða þurrt, það myndar öll þau form sem þig langar í, það skapar þetta eaz to eaz loook. Til að fá sem mest útur þessu þá hristiði dolluna sem mousse-ð er í , setjið í vinstri höndina slatta af því og nuddið saman við hægri, síðan renniði bara hægt og rólega gegnum hárið og reynið að ná hverjum einasta lokk! Helsti kosturinn er að þú getur alltaf verið að móta dúið með þessu, þetta fer eiginlega ekkert úr hárinu! GEÐVEIKT! fyrir stráka eins og mig og fleiri sem eru að gera geðveikt mikið á daginn, hvað þá þegar maður fer með stelpu heim eftir gott djammerí og þá verður dagurinn eftir ekkert vandró, mousse-ð er ennþá í og þá lagar maður bara hárið þegar maður vaknar, problem fixed!¨


Bond sjarmörinn sjálfur notar Mousse, would kill to look like him!!


Mæli með þessari týpu, fæst í Hárhorninu í Grindavík, hliðina Nettó, elska nettó


Að lokum vil ég bara þakka Bínu sérstaklega fyrir að hafa gert mig af þeim manni ég er í dag, það er henni að þakka að ég hef þetta tískuvit, ég meina, Haffi Haff hvað? Gum Gum er að koma inn og Haffi Haff út, kannski ég fái að syngja á Gay Pride 2011, það er klárlega á to do listanum mínum! Sem og þú! 

Á fimmtudaginn er síðan Pallaball í FS, ohhmygood ég get ekki beðið eftir að fara, ég er svo búinn að ákveða í hvaða fötum ég verð í, ég ætla kannski að kíkja í Reykjavík á miðvikudaginn, mér vantar svo shirt before shirt shirt, BV er búinn að vera innleiða þetta á mig, alveg ógeðslega kósy. Ég veit það allavega hvaða stelpu ég ætla að reyna að tala við, ég sá hana í FS ooog ég sver hún leit í augun á mér, ég vona bara að ég nái eitthvað að spila með það, hver veit, en annars þá vitiði stelpur, ég er á lausu og er til í allt! Ekki plz samt vera stelpur sem teasa, ég er með svo lítið hjarta! 



Ætli þessi fáist í SMALL?(Reynið að horfa ekki á byssunar)


Gummi út
Remember me and smile, for it's better to forget than remember me and cry





P.S Endilega skiljið eftir komment! Sérstaklega ef þetta er að nýtast ykkur í veiðunum!!!!




1 comment:

  1. The Shirt before The Shirt er málið...

    kv. BV

    ReplyDelete